Göngubretti

/

Þetta göngubretti er fullkomið fyrir heimanotkun, með einfaldri uppsetningu og auðveldri tilfærslu. Brettið vegur aðeins 22,5 kg og er með dekk framan á, sem gerir það einstaklega létt og þægilegt að færa til. Það er með stuðningshandriði sem auðvelt er að reisa upp eða leggja niður, og hægt er að nota brettið bæði með handriðið uppi og niðri.

Göngubrettinu er stýrt með fjarstýringu sem er með bandi, sem hægt er að setja utan um hálsinn, hendina eða geyma á handriðinu. Það er útbúið með DC mótor sem hefur 1,5 hestafla, og hámarkshraði þess er 6 km/klst.