LEIGUSKILMÁLAR
Leigufyrirkomulag:
- Þegar pantað er í gegnum síðuna þá þarf ekki að greiða fyrr en æfingatækið/varan er afhent en þá þarf að greiða fyrir fyrsta mánuðinn með greiðslukorti og gefa upp kortaupplýsingar.
- Uppgefnar kortaupplýsingar verða notaðar til að rukka mánaðargjald fyrir hvern mánuð þar til leigu er sagt upp.
- Eftir að pöntun berst þá reynum við eftir fremsta megni að afhenda æfingatækið/vöruna næsta virka dag.
- Heimaform rukkar ekkert fyrir að koma með vöruna til leigutaka ef leigutaki skuldbindur sig í 3 mánuði og uppgefið heimilisfang er á höfuðborgarsvæðinu.
- Ef leigutími er ekki bundinn í þrjá mánuði þá rukkar Heimaform 8.900 kr. fyrir uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu.
- Sé uppsetning utan höfuðborgarsvæðisins þá rukkar Heimaform 189 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.
Leigutími
- Leigutíminn er ótímabundinn og leigutaki þarf að segja leigunni upp í gegnum tölvupóst á [email protected].
- Eftir að leigu hefur verið sagt upp kemur starfsmaður frá Heimaform innan 3 daga að sækja æfingatækið/vöruna nema um annað sé samið.
- Heimaform rukkar 7.500 kr. fyrir að sækja æfingatækið/vöruna þegar leigunni hefur verið sagt upp sé heimilisfang leigutaka á höfuðborgarsvæðinu. Sé heimilisfang leigutaka utan höfuðborgarsvæðins þá rukkar Heimaform 189 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.
Ábyrgð/tryggingar:
- Ábyrgð og áhætta á leigðum æfingatækjum/vörum færist yfir á viðskiptavin þegar æfingatækið/varan hefur verið afhent á þeim stað sem leigutaki skráði þegar bókun var framkvæmd.
- Eftir að ábyrgð á æfingatæki/vöru hefur færst yfir á viðskiptavin þá er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.
- Þrifagjald Æfingatækið/vara skal vera hrein að leigutíma liðnum. Ef því er ekki sinnt skal greiða þrifagjald – 8.900 kr.
Allur texti og verð á heimasíðu Heimaform eru birt með fyrirvara um breytingar.